Náði toppsæti Amazon listans
Metsöluhöfundurinn Helgi Jónas
Grindvíkingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson er þekktur fyrir flest annað en bókaskrif. Hann hefur gert það gott sem körfuboltmaður og þjálfari í gegnum tíðina. Hann ákvað að skrifa bók núna fyrir jólin sem nálgast má á netinu. Bókin sem um ræðir fjallar um líkamsræktarkerfi sem Helgi hefur verið að þróa undanfarin ár og heitir Where FIT Happens: A Revolutionary Approach to Fitness. Helgi skrifar bókina í samvinnu við Greg Justice.
„Þakka fyrir frábærar móttökur á bókinni. Náðum toppsætinu á Amazon Best Seller List í gærkvöldi. Ef þú ert ekki búinn að ná í bókina þá getur þú náð í bókina frítt á Amazon.com,“ segir Helgi á Facebook-síðu sinni.