Myndskeið: Þrír sönghópar sameinuðust á tónleikum
Hátíð í bæ, hinir árlegu aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja, voru haldnir í Stapanum í Hljómahöll í síðustu viku. Stjórnandi sönghóps Suðurnesja er Magnús Kjartansson.
Sérstakir gestir Sönghóps Suðurnesja voru Kvennakór Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar.
Sönghópur Suðurnesja hóf tónleikana og flutti nokkur lög. Í kjölfarið komu svo Kvennakór Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar á svið. Kórarnir sungu fyrst einir en sameinuðust svo í lokin í samsöng á hátíðlegum nótum. Ljósmyndari VF
var á tónleikunum og tók meðfylgjandi myndir.