Myndlistarsýning opnar í Listasafni Reykjanesbæjar í dag
Í dag, skírdag, verður opnuð sýning á nýjum olíuverkum Sigurbjörns Jónssonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar, Duushúsum, Duusgötu 2, Reykjanesbæ. Sigurbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á Íslandi í Hafnarborg 2001.Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla daga frá 13.00-17.00 (nema föstudaginn langa og páskadag). Sýningin stendur til 24. maí.