Myndlistarsýning í Njarðvíkurútibúi Sparisjóðsins
Þóra Jónsdóttir myndlistarmaður sýnir þessa dagana nokkur af verkum sínum í Njarðvíkurútibúi Sparisjóðsins í Keflavík. Þóra er fædd 1933 í Reykjavík. Þar bjó hún til 22 ára aldurs en þá fluttist hún til Njarðvíkur. Þóra hóf myndlistarnám sitt í Amager malerier tegninger skólanum í Danmörku 1985. 1987 fluttist hún til Svíþjóðar þar sem hún hélt áfram námi sínu í Lunna skolen í Gautaborg. Árið 1989 fluttist Þóra aftur heim til Njarðvíkur og 1992 fór hún að mála með Baðstofunni undir leiðsögn Margrétar Jóhannsdóttur.Fyrstu þrjár sýningar Þóru voru samsýningar í Danmörku og Svíþjóð. Þóra hefur margoft tekið þátt í samsýningum á vegum Baðstofunnar. Þar á meðal fyrstu sýningu gallerísins í gamla Kolaportinu. Auk þessara sýningar hefur Þóra haldið tvær einkasýningar. Eina í Bókasafni Reykjanesbæjar og aðra í Þristinum í Njarðvík.