Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 15. desember 2003 kl. 09:06

Myndlistarsýning – ljóðrænt landslag

Einar Benediktsson hefur opnað myndlistarsýningu að Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ.  Hér er um að ræða ljóðrænar landslagsmyndir unnar með litkrít sem Einar hefur unnið að síðasta árið.  Hann er sjálfmenntaður í myndlist en naut á yngri árum tilsagnar Erlings Jónssonar, Þorsteins Eggertssonar og Óskars Jónssonar, sem allir eru Suðurnesjamönnum að góðu kunnir.  Sýningin er opin virka daga frá 15.00-19.00 og um helgar frá 13.00-19.00. sýningin stendur til 23. des.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024