Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 3. september 2002 kl. 15:22

Myndlistarnámskeið fyrir fólk á öllum aldri

Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hefur ákveðið að koma til móts við þann hóp barna sem hefur áhuga á myndlist og sköpun með því að bjóða þeim upp á 12 vikna námskeið fyrir áramót frá 16. september til 6. desember í húsnæði félagsins í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík.Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Rúnar Jóhannesson, ungur myndlistarmaður sem í vetur hyggst taka sér frí frá listnámi, en hann var eitt ár við Myndlistarskóla Akureyrar og stundaði auk þess nám í listaskóla á Ítalíu sl. 2 ár.
Markmiðið er að tryggja áhugasömum börnum í Reykjanesbæ á öllum aldri möguleika á að kynnast myndlist og sköpun og styrkja þannig um leið menningarlegt uppeldi í bæjarfélaginu. Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á fjögur námskeið fyrir mismunandi aldurshópa. Hvert námskeið verður tvisvar í viku klukkustund í senn (sjá nánar í auglýsingu).
Ef vel tekst til og áhugi verður nægur er líklegt að félagið muni bjóða upp á frekari námskeið eftir áramót. Skráning á námskeiðið er hjá formanni félagsins, Hjördísi Árnadóttur í síma 421 3389 og 862 5299 frá 6.-12. september.

Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024