Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þriðjudagur 3. júní 2003 kl. 16:14

Myndlistarmenn í Reykjanesbæ: Listmunagallerý opið í sumar

Aðalfundur Félags myndlistamanna í Reykjanesbæ var haldinn var 27. maí s.l. Hjördís Árnadóttir var endurkosin formaður og aðrir í stjórn eru; Þóra Jónsdóttir, Hermann Árnason, Ingiberg Daníel Jóhannsson, Sæmundur Gunnarsson og Ingigerður Kristinsdóttir. Boða þurfti til framhaldsaðalfundar þar sem reikningar félagsins lágu ekki fyrir.Á fundinum kom fram tillaga um sameiningu Baðstofunnar og Félags myndlistamanna og var forsvarsmönnum falið að vinna að málinu fyrir framhaldsaðalfund sem verður þann 16. júní n.k.

Í sumar mun félagið vera með opið gallerí í Svarta pakkhúsinu að Hafnargötu 2 í Keflavík, alla daga milli kl. 13 og 17, þar sem á boðstólum verða listmunir eftir félaga.

Þá verður og starfræktur í sumar listaskóli barna sem er samvinnuverkefni félagsins ásamt Leikfélagi Keflavíkur og Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024