Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 3. febrúar 2003 kl. 13:30

Myndlistarmenn af Suðurnesjum sýna í Hafnarfirði

Tveir listamenn af Suðurnesjum, þær Ásta Árnadóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, taka þátt í samsýningunni Akvarell Ísland 2003 sem nú stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði. Upphafsfélagar Akvarell Ísland voru 9 en eru nú orðnir 15 og er þetta fjórða samsýning hópsins hér á landi. Markmið hópsins er að standa fyrir sýningum á vatnslitamyndum félaganna og vera í samstarfi við erlend samtök á þessu sviði, s.s. samtök norrænna vatnslitamálara, Nordiska Akvarellselskapet.Þarna eru saman komnir margir fremstu vatnslitamálarar landsins og gaman að við skulum eiga tvo listamenn í þessu hópi. Sýningin stendur til 17. febrúar og eru Suðurnesjamenn hvattir til að fara og njóta sýningarinnar.

Menningarfulltrúi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024