Myndlistanámskeið fyrir börn í Svarta pakkhúsinu
Vegna mikillar eftirspurnar hefur Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ ákveðið að bjóða uppá þriggja vikna myndlistanámskeið fyrir börn á aldrinum 12 - 15 ára. Áhersla verður lögð á olíumálun á pappír sem er beint framhald af því starfi sem var á námskeiðunum fyrir áramót.Námskeiðin hefjast 18. febrúar og standa til 7. mars. Kennsla verður 2x í viku í 90 mínútur í senn frá kl. 16 - 17:30. Námskeiðsgjald er kr. 5.000.-
Leiðbeinandi verður Rúnar Jóhannesson, myndlistamaður og fer skráning fram hjá honum í síma 698 3389.
Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ.
Leiðbeinandi verður Rúnar Jóhannesson, myndlistamaður og fer skráning fram hjá honum í síma 698 3389.
Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ.