Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndlist úr þæfðri ull í Salthúsinu
Fimmtudagur 16. október 2008 kl. 08:47

Myndlist úr þæfðri ull í Salthúsinu

Helga Agnars Jónsdóttir opnaði í gær myndlistarsýninguna Móðir jörð í Salthúsinu í Grindavík. Myndlist Helgu er unnin með þæfðri ull en hún notar eingöngu íslenska ull í sín myndverk. Þetta er önnur einkasýning hennar.


Helga Agnars Jónsdóttir er fædd 2.október 1950 Í Reykjavík. Hún fór þriggja ára í fóstur að Steiná í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Þar ólst hún upp í nánum tengslum við nátturúna og sér þess merki í myndverkum hennar. Helga fór að vinna með þæfða ull árið 2004 og hefur prófað sig áfram og þróað sínar eigin aðferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024