Myndlist til styrktar Lundi
Á Ljósanótt var opnuð myndlistarsýning Helgu (Geggu) Birgisdóttur í Kaffitári í Njarðvík og stendur sýningin yfir til 4. október. Tíu prósent af sölu verkanna rennur til forvarnarverkefnisins Lundar.
Sýning Helgu ber heitið Fjör í flæði og samanstendur af málverkum og leirlistaverkum.
Helga útskirfaðist úr Leirlistadeild Háskóla Íslands árið 2001 og hefur auk þess aflað sér þekkingar víða, m.a. í Ungverjalandi, Tékklandi, Danmörku og Japan. Hún að að baki fjölda einkasýnina og samsýninga hér heima og erlendis.
VF-mynd/elg. Listakonan Helga Birgisdóttir í Kaffitári.