Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndlist, kjötsúpa og kaffi í vetrarkuldanum
Mánudagur 20. nóvember 2006 kl. 15:01

Myndlist, kjötsúpa og kaffi í vetrarkuldanum

Sýningarrými geta verið af ýmsum toga, allt eftir því hvert hugmyndaflugið leiðir fólk hverju sinni. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, myndlistarmaður, opnaði sýningu á föstudaginn í fokheldri nýbyggingu í Innri-Njarðvík. Þar sem byggingin er enn óupphituð og frostið beit í kinn, var sýningargestum boðið upp á rammíslenska kjötsúpu og heitan kaffisopa til að halda á sér hita um leið og þeir nutu verkanna. Vel á fjórða hundrað manns mættu við opnunina.

Guðmundur segir að sýningin sé að mestu sett upp sem skemmtun með alvarlegu ívafi og samanstendur hún að nokkrum stórum verkum sem hann hefur verið að vinna að undanföru, sem og verkum úr ýmsum áttum.

Framhald verður á þessari sérstæðu sýningu um næstu helgi, föstudag og laugardag frá kl. 17-20. Sýningin er staðsett í nýjum verslunarkjarna sem er í byggingu við Tjarnarbraut.

Mynd: Frá sýningu Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar, en framhald verður á henni um næstu helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024