Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndir: Vel heppnuð hátíð í Vogunum
Mánudagur 15. ágúst 2016 kl. 14:31

Myndir: Vel heppnuð hátíð í Vogunum

Fjölskyldudagar í tuttugasta skipti

Fjölskyldudagar sveitarfélagsins Voga voru haldnir hátíðlegir um helgina. Fjölbreytt dagskrá var í boði og létu gestir ekki smá úða setja sig út af laginu, enda var hátíðin vel sótt. Er þetta í tuttugasta skipti sem hátíðin fer fram og verður dagskráin sífellt glæsilegri. Meðal þess sem boðið var upp á um helgina var varðeldur og söngskemmtun með Ingó Veðurguð, gönguferð, golfmót og kassabílarallý, ásamt fjölmörgu öðru. Hátíðin stóð hvað hæst þegar gengin var hverfaganga og boðið upp á tónleika þar sem Glowie, Jógvan, Bjartmar Guðlaugs og KK komu fram á laugardagskvöldi. Öllu var þessu svo slaufað með myndarlegri flugeldasýningu.

Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á laugardeginum þar sem mikið var um að vera í Aragerði á hátíðarsvæðinu. Trúðurinn Wally sló í gegn hjá öllum aldurshópum, eins sem hoppukastalar og klifurveggur vöktu mikla kátínu hjá krökkunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vélarvinir Voga buðu svo upp á skemmtilegar lestarferðir, en þeir gerðu sér lítið fyrir og smíðuðu lestina sjálfir. Nánar verður fjallað um það í næstu Víkurfréttum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af mannlífinu í Vogum um helgina.

Fjölskyldudagar Vogum 2016