Myndir: Vel heppnaðir Vínartónleikar í Reykjanesbæ
Nýja árið hófst með pomp og prakt á Hrafnistuheimilinu í Reykjanesbæ. Þann 2. janúar voru haldnir glæsilegir Vínartónleikum þar sem Elmar Gilbertsson tenór og Guðrún Ingimarsdóttir sópran, stjörnur Vínartónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands árið 2016, komu í heimsókn ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur undirleikara og buðu upp á frábæra skemmtun. Meðfylgjandi eru glæsilegar myndir frá tónleikunum.