Myndir: Trilogia í stuði á Paddy's
Hljómsveitin Trilogia frá Sandgerði tróð upp á Paddy's í Reykjanesbæ í gær við góðar undirtektir. Á tónleikunum flutti Trilogia þrjár þrenningar, trilogiur eins og hljómsveitin kallar þær. Þrenningarnar eru þrjú lög sem tala saman á einhvern hátt – eða segja sögu og bera sama einkennislit. Þetta voru bláa þrenningin, sú rauða og að lokum sú appelsínugula. Hljómsveitin endaði tónleikana með því að frumflytja glænýtt lag sem ber heitið Fear og er hluti af appelsínugulu þrenningunni.
Tvíeykið flutti einnig lagið Dreams sem kom út á dögunum. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.