Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Myndir: Tilfinningaþrungin stund við Sunnubraut
  • Myndir: Tilfinningaþrungin stund við Sunnubraut
Laugardagur 20. ágúst 2016 kl. 12:52

Myndir: Tilfinningaþrungin stund við Sunnubraut

Fjölmenni á fjáröflunarkvöldi fyrir Pétur Pétursson og fjölskyldu

Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík var þétt setið í gærkvöldi þar sem haldið var fjáröflunarkvöld fyrir Pétur Pétursson Osteopata og fjölskyldu hans, en Pétur glímir við krabbamein. Andrúmsloftið var magnað og ótrúlegt að fylgjast með samheldninni sem ríkir í körfuboltasamfélaginu á Íslandi. Þar hefur Pétur starfað um áraskeið við frábæran orðstír hjá nokkrum félögum og fyrir KKÍ. Færasta körfuboltafólk landins var samankomið til þess að leika listir sínar fyrir þetta verðuga málefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

A-landslið kvenna og karla mætti pressuliðum, þriggjastigakeppni fór fram þar sem m.a. goðsagnirnar Valur Ingimundar og Guðjón Skúlason tóku þátt. Páll Óskar mætti á svæðið og reif stemninguna upp á annað stig. Haldið var uppboð á treyjum þar sem m.a. Haukur Helgi og Svali Björgvins borguðu fúlgu fjár fyrir flottar treyjur. Hér að neðan má sjá myndasafn og myndband frá viðburðinum.

Þeir sem sáu sér ekki fært um að mæta á viðburðinn geta stutt Pétur og fjölskyldu í baráttu þeirra með því að leggja inn á eftirfarandi söfnunarreikning:

142-15-382891
Kt: 041074-3969

 

Styrktarkvöld Pétur Pétursson