Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Myndir: Stjörnufans og stemning í Hljómahöll
Keflvíkingurinn Davíð Már fékk að syngja með hinni hæfileikaríku Sölku Sól.
Föstudagur 22. apríl 2016 kl. 11:22

Myndir: Stjörnufans og stemning í Hljómahöll

Hljómlist án landamæra heppnaðist vel

Það var húsfylli og frábær stemning í Stapanum í gær, þar sem fóru fram tónleikarnir Hljómlist án landamæra. Þar leiddu saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Kynnar voru þeir Steini og Auddi Blö en óhætt er að segja að landslið tónlistarfólks hafi stigið á svið. Meðal þeirra sem komu fram voru okkar eigið fólk: Valdimar, Siggi Guðmunds ásamt bróður sínum og föður, Maggi Kjartans, ásamt fjöldanum öllum af færum og frægum listamönnum.

Tónleikarnir voru liður í listahátíðinni „List án landamæra“ þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og öllum sem áhuga hafa gefst tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri. Hér að neðan má sjá myndasafn frá kvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjamaðurinn Már Gunnarsson fór á kostum eins og vanalega.

Trúbadoradúettinn Heiður og Thomas Albertsson.

Þvílíkt tríó. Feðgarnir Sigurður „Hjálmur“ Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Óskar úr Hjaltalín. 

Njarðvíkingurinn Lára Ingimundardóttir og Keflvíkingurinn Magnús Kjartansson fóru fyrir glæsilegum kór.

Friðrik Dór og Ragnar Vilberg í góðum gír.

Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson og Margeir Steinar Karlsson sungu eins og englar.

Fram komu:
Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson
Valdimar Guðmundsson og Margeir Steinar Karlsson
Trúbadoradúettinn Heiður og Thomas Albertsson
Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Láru Ingimundardóttur
Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Sönghópnum Gimsteinar
Már Gunnarsson
Friðrik Dór og Ragnar Vilberg
Feðgarnir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson
Freyr Karlsson, Stefán Rafnsson, Jón Agnarsson og Hallgrímur Ólafsson.