Myndir: Reiðhjólaferð í kvöldsólinni
- Reykjanesgönguferðir í samstarfi við 3N
Reykjanesgönguferðir buðu í vikunni upp á hjólaferð í samstarfi við 3N, þríþrautardeild UMFN. Rúnar Helgason og Þuríður Árnadóttir sáu um fararstjórn og var hjólað frá Reykjanesbæ um Ásbrú og Hafnaveg þar sem beygt var inn á Ósabotnaveginn. Á þeirri leið er mikil lúpína sem skreytir landslagið bláum litum. Stoppað var við Gálgakletta sem talinn er vera forn aftökustaður, þaðan hjólað að Hvalsnesi þar sem hópurinn fékk sér orku til áframhalds. Þaðan var haldið um fallega Fuglavíkina og tækifæri gafst til að upplifa kríuvarpið. Svo var hjólað í gegnum Sandgerði og í Garðinn og þaðan með vindinn í fangið til baka til Reykjanesbæjar. Alls hjólaði hópurinn fjörutíu til fimmtíu kílómetra.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í ferðinni