Myndir: Hjörtur sigraði í The Voice Ísland
– úrslitakvöldið í beinni útsendingu frá Ásbrú í Reykjanesbæ
Hjörtur Traustason bar sigur úr býtum í The Voice Ísland en úrslitin fóru fram í beinni útsendingu á Skjá Einum í kvöld.
Hjörtur flutti lögin Stand by me með Ben E. King og Ferðalok eftir Óðinn Valdimarsson í úrslitaþættinum. Það voru þau Rebekka Blöndal, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Heiðar Jóhannsson sem börðust við Hjört um titilinn.
Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta var í Atlantic Studios á Ásbrú þar sem úrslitakvöldið fór fram. Hann tók fjölmargar myndir sem má sjá með því að smella á þennan hlekk hér.