Myndir: Glæsilegt Bryggjuhús opnað í Duushúsum
Fimmtudaginn 29. maí s.l. voru opnaðar fimm nýjar sýningar í Duushúsum um leið og Bryggjuhúsið, elsta húsið í Duuskjarnanum var jafnframt opnað almenningi eftir áralanga endurgerð. Bryggjuhúsið var byggt árið 1877 af Hans Peter Duus, dönskum kaupmanni og er alls 750 m2 á þremur hæðum. Reykjanesbær hefur kostað endurgerðina að mestu leyti en hefur einnig notið styrkja frá Húsafriðunarsjóði ríkisins og Menningarsjóði Suðurnesja.
Fyrir utan nýju sýningarnar fimm sem opnaðar verða af þessu tilefni, eru fyrir í húsinu tvær sýningar sem standa áfram og áttunda sýningin er svo húsið sjálft sem er mikill dýrgripur í sjálfu sér. Allir bæjarbúar og gestir eru boðnir velkomnir og ókeypis aðgangur. Meðfylgjandi myndir tóku blaðamenn Víkurfrétta við opnunina.