Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Myndir: Gengið að Hafnabergi í góðu gönguveðri
  • Myndir: Gengið að Hafnabergi í góðu gönguveðri
Föstudagur 3. júní 2016 kl. 15:16

Myndir: Gengið að Hafnabergi í góðu gönguveðri

Fyrsta ferð Reykjanesgönguferða var gengin í góðu gönguveðri. Gengið var með göngustíga frá Hafnavegi að Hafnabergi þar var skoðaður fallegur steinbogi við fjöruborðið og þaðan var gengið að Eyri gömlum tóftum bæjar sem fór í eyði um árið 1830.

Eftir að gönguhópurinn hafði nært sig var gengið á milli bæjartóftanna Kirkjuhöfn og Sandhöfn sem fóru í eyði í kringum árið 1700 og eftir standa eingöngu stórir grashólar sem geyma minningu þeirra. Jón Thorarensen ólst upp í Höfnum og skrifaði m.a bækurnar Útnesjamenn, Karína og Litla skinnið með innblæstri af þessari gömlu byggð.

Gangan tók u.þ.b 2 1/2 klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesganga nr. 1 árið 2016