Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Föstudagur 25. maí 2001 kl. 09:53

Myndir eftir nemendur í Njarðvíkurskóla

Nemendur í Njarðvíkurskóla luku nýlega við leirlistaverk sem hafa verið hengd upp í sal skólans.
Það voru nemendur í vali í 9. og 10. bekk sem unnu leirverkin. Verkið hefur tekið langan tíma og kostað mikla vinnu. Byrjað var á verkinu rétt eftir áramót en ferlið við vinnu af þessu tagi tekur langan tíma. Fyrst er myndin teiknuð á pappír, síðan dregin upp á byggingaplast og að lokum er hver hluti fyrir sig unninn sér í leirinn. Njarðvíkurskóli fékk leirofn síðastliðið haust og er þetta í fyrsta skipti sem nemendurnir vinna með leir. Sóley Halla, myndmenntakennari sagði krakkana hafa verið mjög duglega og að þau hefðu verið mjög áhugasöm um leirvinnuna.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25