Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndir - Síðasta gönguferð sumarsins
Föstudagur 15. ágúst 2014 kl. 11:36

Myndir - Síðasta gönguferð sumarsins

Reykjanesgönguferðir gengu á Þorbjörn

Síðasta gönguferð sumarsins hjá Reykjanesgönguferðum var farin á miðvikudaginn var en þá var gengið á Þorbjörn upp Gyltustíg í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi fjallsins. Skógræktin á Baðsvöllum var svo heimsótt, þaðan var gengið að Svartsengisvirkjun þar boðið var upp á veitingar og happadrætti þar sem tveir vinningshafar hlutu dekurdag í Bláa Lóninu og útivistarfatnað frá 66Norður.

Að sögn Rannveigar Garðarsdóttur sem stendur fyrir göngunum hefur sumarið gengið mjög vel og þátttaka verið góð þrátt fyrir óvenju misjafnt veður nokkra miðvikudaga í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024