Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndir - Fjölmenn Reykjanesgönguferð í blíðskaparveðri
Fimmtudagur 12. júní 2014 kl. 13:28

Myndir - Fjölmenn Reykjanesgönguferð í blíðskaparveðri

Frá Straumsvík að Hvassahrauni

Rúmlega 130 göngugarpar á öllum aldri lögðu af stað frá Straumi við Straumsvík í gær, þegar þriðja Reykjanesgönguferðin var farin þetta sumarið. Ferðinni var heitið að Hvassahrauni við Kúgagerði en sú leið er tæplega 9 km löng. Gengið var meðfram ströndinni í einstakri veðurblíðu en náttúran skartaði sínu fegursta í kvöldgöngunni. Fyrir augu bar lögbýli, hjáleigur og galmar tóftir en á 19. öld var þarna byggð sem nefnd var Hraunið. Leiðsögumaðurinn Rannveig L. Garðarsdóttir er dugleg að lauma fróðleiksmolum að göngufólki enda þekkir hún orðið nánast hverja þúfu á Reykjanesinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var stór og myndarlegur hópur sem lagði af stað frá Straumsvík í gær.

Fjölmargar tjarnir eru á leiðinni.

Nestistími og sögustund.

VF/myndir: Eyþór Sæm.