Myndin í stofunni
Sú hefð hefur skapast í Listasafni Reykjanesbæjar að á jólasýningu hvers árs má sjá sýnishorn úr verkeign safnsins. Sýningin í ár er byggð á þessari venju en að þessu sinni bætast við verk frá Byggðasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er því samstarf beggja safnanna og markmiðið að skapa stofustemmningu fyrri ára. Listasalurinn er mikið notaður til tónleikahalds í desember og ætlunin er að gestir upplifi hlýtt og notalegt rými, einhvers konar afturhvarf til stofunnar hennar ömmu! Listasafnið sýnir gömul landslagsverk unnin í olíu eftir marga af okkar ástsælustu málurum og frá Byggðasafninu koma útsaumuð veggteppi og reflar eftir listakonur fyrri tíðar. Þetta er kjörið tækfæri fyrir bæjarbúa að sjá hluta af þeim perlum sem söfnin þeirra geyma.
Sýningin stendur til 13. janúar og er opin alla daga frá 13.00-17.30.