Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndi spyrja Rafa Benítez: „Hvað er að frétta?“
Laugardagur 26. desember 2009 kl. 16:26

Myndi spyrja Rafa Benítez: „Hvað er að frétta?“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Geir Másson, 20 ára nemi


Hver finnst þér besta kvikmyndin sem kom út á þessu ári? District 9.


En besta lagið? Erfitt val. Þessa daganna er það Sjúkur með Didda Fel.


Hvernig hefur kreppan bitið þig? Ekkert of fast en nóg. Ég borga bara og brosi.


Hvað er það eftirminnilegasta sem gerðist í fjölmiðlum á liðnu ári? Tiger Woods virðist ætla að stela senunni þetta árið.


Ef þú mættir velja einhvern einn til að spyrja einnar spurningar, hver yrði það og að hverju myndirðu spyrja hann? Rafa Benítez og spurningin yrði ,,Hvað er að frétta?“


Ætlar þú að strengja áramótaheit? Ef svo er, hvað verður það? Nei. Ég þarf ekki nýtt ár þess að byrja betra líferni.


Hvað áttu marga vini á facebook? 621.


Ef þú mættir velja einn stað í heiminum til að búa á í eitt ár, hver yrði það og af hverju? Argentínu til að upplifa líf stuttu eftir kreppu. Fjarlæg framtíð fyrir unga Íslendinga óttast ég.