Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndi kaupa sér Bragðaref fyrir þúsund kall
Sunnudagur 3. desember 2017 kl. 06:00

Myndi kaupa sér Bragðaref fyrir þúsund kall

- María Rós er grunnskólanemi vikunnar

Grunnskólanemi: María Rós Björnsdóttir.

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grunnskólanum í Sandgerði.

Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín eru fótbolti, tónlist, snyrtidót og að hanga með vinum og fjölskyldu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 10. ÖÆH og er 15 ára.

Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Sandgerðis? Það sem mér finnst best við grunnskólann er að allir þekkja alla, hér eru skemmtilegir krakkar og góðir kennarar.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Eftir útskrift ætla ég í framhaldsskóla en er ekki alveg búin að ákveða hvaða skóli það verður.

Ertu að æfa eitthvað? Já, æfi fótbolta.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hanga með vinum og fjölskyldu, vera í fótbolta og ferðast.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegast í skólasundi.

Hvað myndirðu kaupa þér fyrir þúsund kall? Fyrir þúsundkall myndi örugglega kaupa mér miðstærð af bragðaref.

Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Get ekki verið án símans.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.

Uppáhalds matur: Píta, allan daginn!
Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber og Sam Smith.
Uppáhalds app:  Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Friends og Riverdale.