Myndi kaupa hlutabréf fyrir þúsund kall
- Einar Guðbrandsson er FS-ingur vikunnar
Einar Guðbrandsson er FS-ingur vikunnar, hann vill fá betri mat í mötuneytið og góðmennska heillar hann í fari annara.
FS-ingur: Einar Guðbrandsson.
Á hvaða braut ertu? Ég er á raunvísindabraut.
Hvaðan ertu og aldur? Ég er úr Keflavík og er 19 ára.
Helsti kostur FS? Skemmtilegir kennarar.
Hver eru þín áhugamál? Tónlist og heimurinn.
Hvað hræðist þú mest? Hæðir og að fá ekki að vera ég sjálfur.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Sigrún Birta er svakalegur listamaður.
Hver er fyndnastur í skólanum? Gunnar Guðbrands á það til að láta mig fara að hlæja.
Hvað sástu síðast í bíó? Ég sá myndina Game Night.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Betri mat.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög þorinn. Ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi bæta aftur við stoði.
Hvað heillar þig mest í fari fólks? Sjálfsöryggi og góðmennska.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mér fínt það fínt en það væri hægt að bæta það.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Guð, ég veit ekki! Læknir eða eitthvað...
Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Rólegt og allir þekkja alla.
Hvað myndir þú kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
Hlutabréf.
Eftirlætis-
Kennari: Ásgeir Ólafur Pétursson.
Mottó: Be a warrior, not a worrier.
Sjónvarpsþættir: Friends og Game of Thrones.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Weeknd.
Leikari: Marlon Brando.
Hlutur: Gítarinn minn.