„Myndi ekki selja grímuna fyrir hálfa-milljón“
Þessa dagana stendur yfir myndlistarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-14 ára í Svarta pakkhúsinu til húsa að Hafnargötu 2. Mikill áhugi er hjá krökkunum sem eru 40 talsins og eru allir mjög duglegir að sögn Írisar Jónssdóttur, myndlistarkonu, sem sér um námskeiðið ásamt Vigni Jónssyni bróður sínum. Krakkarnir hafa verið í hljóðfæra- og grímugerð og einnig unnið með grafík. Farið var í vettfangsferð í sl. viku á Bátasafn-Gríms þar sem krakkarnir fengu að teikna bátana sem eru til sýnis.
Námskeiðinu líkur svo með myndlistarsýningu sem hefst föstudaginn 12. júlí í Svarta pakkhúsinu frá kl. 17.00 - 19.00 en verk krakkanna verða til sýnis alla helgina. Öllum er velkomið að koma og líta inn en aðspurð um hvort verkin væru til sölu sögðu krakkarnir að þau vildu eiga verkin sjálf. „Ég myndi ekki selja grímuna fyrir hálfa-milljón“, sagði ein stúlka á námskeiðinu.
Þess má geta að verið er að sýna verk eftir Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ í Svarta pakkhúsinu og því getur fólk slegið tvær flugur í einu höggi með því að mæta á staðinn um helgina og sjá tvær myndlistasýningar.
Námskeiðinu líkur svo með myndlistarsýningu sem hefst föstudaginn 12. júlí í Svarta pakkhúsinu frá kl. 17.00 - 19.00 en verk krakkanna verða til sýnis alla helgina. Öllum er velkomið að koma og líta inn en aðspurð um hvort verkin væru til sölu sögðu krakkarnir að þau vildu eiga verkin sjálf. „Ég myndi ekki selja grímuna fyrir hálfa-milljón“, sagði ein stúlka á námskeiðinu.
Þess má geta að verið er að sýna verk eftir Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ í Svarta pakkhúsinu og því getur fólk slegið tvær flugur í einu höggi með því að mæta á staðinn um helgina og sjá tvær myndlistasýningar.