Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndband: Ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna
Fimmtudagur 4. ágúst 2016 kl. 09:32

Myndband: Ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna

Siggi kafari í Sandgerði - Við höfum góða sögu að segja

Verkefnið Við höfum góða sögu að segja er ímyndarátak á vegum Sveitarfélaga á Suðurnesjum, Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi og Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar. Að undanförnu hafa aðilar sem að verkefninu standa birt stutt og skemmtileg myndbönd sem sýna kraftmikið fólk af Suðurnesjum við störf sín. Að þessu sinni er fjallað um Sigurð Stefánsson kafara úr Sandgerði.

Sigurður Stefánsson ver miklum tíma í töfraveröld undirdjúpanna og verkefni hans eru af misjöfnum toga, ýmist viðgerðir á hafnarmannvirkjum eða aðstoð við gríðarstór Hollywood-verkefni eða leit. Hann hefur kafað eftir ótrúlegustu hlutum; gleraugum, verkfærum, tanngómi, skartgripum og því miður stundum eftir fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður hefur rekið köfunarþjónustu í hátt á annan áratug og verkefnin hafa leitt hann um allt land. Það verkefni sem stendur hjarta hans næst er þó þegar hann kafar eftir skel og krabba fyrir veitingastað foreldra sinna, Vitann í Sandgerði. Þar er ferskmeti úr hafi alltaf á boðstólum, því aflinn sem Sigurður sækir er geymdur í körum á bak við veitingastaðinn og þangað er sjó dælt til þess að halda kostinum ferskum.