Myndband: Nýr smellur tekinn upp í kastala í Reykjanesbæ
Stórglæsileg villa á Aðalgötu í Keflavík
Tónlistarkonan Hildur hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem tekið er upp í Reykjanesbæ. Myndbandið er tekið upp í glæsilegu húsi við Aðalgötu í Reykjanesbæ sem vakið hefur athygli fyrir sérstakt útlit sitt, sem helst mætti líkja við kastala. Hildur hefur m.a. gert það gott með laginu I´ll Walk with you sem fór á topp íslenska listans.
Húsið sem gengur undir nafninu Litli hvíti kastalinn, er gistiheimili og þykir mjög glæsilegt eins og sjá má hér á vefsíðunni Booking.com.
Myndbandið má sjá hér að neðan.