Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndband: Nick Cave féll af sviðinu á ATP
Mánudagur 1. júlí 2013 kl. 11:33

Myndband: Nick Cave féll af sviðinu á ATP

Nick Cave and The Bad Seeds léku á All Tomorrows Parties tónlistarhátíðinni sem fram fór Ásbrú um helgina. Hátíðin heppnaðist einkar vel og hefur hátíðin hlotið jákvæðan hljómgrunn meðal þeirra sem sóttu hátíðina.

Tónlistarmaðurinn Nick Cave var heppinn að slasa sig ekki illa er hann féll af sviðinu í Atlantic Studios á laugardalskvöld. Cave var að flytja annað lag kvöldsins þegar hann færði sig nær áhorfendum á sérstökum palli. Eitthvað hefur Cave misreinað sig en hann féll við og var um tíma reikistefna hvort hann hefði slasað sig. Hljómsveitin hélt áfram að spila og stuttu síðar birtist Cave aftur á sviðinu og kláraði tónleikana með stæl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í myndbandinu hér að neðan má sjá atvikið og gerist það þegar 08:40 mínútur eruð liðnar af myndbandinu. Cave leitaði fékk aðhlynningu hjá Landspítlanum í Fossvogi eftir atvikið en hann hélt svo til Bretlandseyja og spilaði á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í gærkvöld.