Myndband: Joey Drummer slær í gegn
Keflvíkingurinn vekur athygli á EM
Þrátt fyrir að Suðurnesjamenn séu ekki búnir að setja mark sitt á EM í knattspyrnu með beinum hætti á vellinum, þá hafa þeir heldur betur látið til sín taka upp í stúkunni. Þeirra a meðal er trommuleikari Tólfunnar, Keflvíkingurinn Jóhann D. Bianco, einnig þekktur sem Joey Drummer.
Myndband þar sem kappinn lemur húðirnar hefur farið vítt og breitt um Facebook og hafa yfir 100 þúsund manns horft á Jóhann leika listir sínar í stúkunni. Myndbandið með tilþrifunum má sjá hér að neðan.