Myndband af busun Akademíunnar
Nú er komið á vefinn myndband þar sem má sjá nema á öðru ári í Íþróttaakademíunni busa nýnemana. Busarnir voru látnir gera allskonar hundakúnstir og enduðu herlegheitin með ísköldu steypibaði fyrir utan slökkvistöðina í Keflavík. Um myndbandsupptöku sá Jón Björn Ólafsson og Magnús Sveinn Jónsson sá um klippingu. Tónlistin í myndbandinu er eftir hina hressu íslensku hljómsveiti Jeff Who. Myndbandið má finna í Vef-sjónvarpinu.
Vf-mynd / Magnús.