Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasögunámskeið fyrir 12-99 ára
Föstudagur 11. mars 2016 kl. 10:19

Myndasögunámskeið fyrir 12-99 ára

- ókeypis námskeið á Bókasafni Reykjanesbæjar

Þriðjudaginn 22. mars frá klukkan 16.15-17.15 hefst myndasögunámskeið í Bókasafni Reykjanesbæjar. Námskeiðið verður í 4 vikur, alltaf á þriðjudögum frá klukkan 16.15-17.15.  Afrakstur námskeiðis verður að myndasögusýningu í safninu.

Kennari er Jóna Björk Þórudóttir. Jóna er með gráðuna B.A. Combined Humanities í sagnfræði og enskum bókmenntum en hefur prufað sig áfram á ýmsum sviðum. Hennar helstu áhugamál eru að teikna, skrifa sögur og spila tölvuleiki.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið sem er frítt.

Skrá mig!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024