Myndasöfn frá Ljósanótt
Ljósanótt hófst í gær með glæsibrag.
Ljósanótt var sett í gær með formlegum hætti þegar rúmlega 2000 grunnskólabörn úr Reykjanesbæ slepptu blöðrum í öllum regnbogans litum til himins fyrir utan Myllubakkaskóla. Þetta var í tíunda skiptið sem þessari skemmtulegu hefð er framfylgt og voru Víkurfréttarmenn að sjálfsögðu á staðnum til að mynda.
Hér að neðan má sjá myndasöfn frá opnunarathöfninni.