Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasöfn frá Keflavík Music Festival
Miðvikudagur 13. júní 2012 kl. 13:09

Myndasöfn frá Keflavík Music Festival



Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina í miðbæ Reykjanesbæjar fór vel fram og tókst afar vel til í alla staði. Hátíðin var fyrsta tónlistarhátíðin af slíkri stærðargráðu sem haldin er hér á svæðinu en um 100 hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram á hátíðinni.

Myndasafn frá fimmtudegi

Myndasafn frá föstudegi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndasafn frá laugardegi

„Hátíðin fór ótrúlega vel fram og tókst þetta allt saman mjög vel. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu öllu. Keflavík Music Festival er komin til að vera, það er bara þannig. Núna höfum við heilt ár til þess að plana næstu hátíð. Hún verður enn flottari og enn stærri,“ segir Ólafur Geir Jónsson sem skipulagði hátíðina ásamt Pálma Þór Erlingssyni og Smára Guðmundssyni. Ólafur segist ekki viss á þessari stundu hve margir hafi lagt leið sína í Reykjanesbæ en ljóst sé að hátíðin hafi verið mjög vel sótt.

Óli sagði að ekki hefði verið mikið um atriði sem betur hefðu mátt fara en þó séu nokkur atriði í sambandi við hátíðina sem verða með öðru sniði á næsta ári. Telja skipuleggjendur að töluvert af utanbæjarfólki hafi sótt hátíðina og einnig hafi fjölmargir útlendingar mætt til þess að skemmta sér.

„Allir sem við höfum heyrt í eru mjög sáttir og hafa beðið um að vera með á næsta ári. Nokkur af stærstu böndunum sem komu fram sögðu þetta vera flottustu tónlistarhátíð sem þeir hafa spilað á hér á landi. Það er virkilega gaman að heyra það,“ sagði Ólafur að lokum.