Myndasafn: Þrettándagleði í Reykjanesbæ
Margmenni var samankomið á þrettándafagnaði á Iðavöllum í gær. Hátíðin hófst með uppákomu í Reykjaneshöllinni og eftir hana var gengið fylktu liði með Álfakóng og drottningu í fararbroddi upp að brennustæðinu á Iðavöllum.
Engin var brennan sökum veðurs, en Björgunarsveitin Suðurnes var með glæsilega flugeldasýningu eins og þeim einum er lagið. Myndir frá hátíðinni má finna í myndasafni efst á síðunni.
VF-Myndir/Þorgils