Myndasafn: Þorrablót á bóndadag
Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur á nokkrum leikskólum í Reykjanesbæ í morgun þar sem pabbar, afar og langafar komu við á þorrablóti í morgun. Margt var um manninn á Gimli og Tjarnarseli þó yngsta kynslóðin hafi misjafnlega tekið í góðgætið sem á borð var borið.
Sérstaklega gaman var að sjá gesti Þórunnar Friðriksdóttur samankomna á Gimli en þar voru á ferð Friðrik faðir hennar, Ragnar Halldórsson, afi, og Friðrik Valdimarsson, langafi hennar. Með þeim á myndinni er svo annað langafabarn Friðriks, Stefán Rúnar.
Fjölmargir afkomendur Friðriks hafa annars sótt Gimli og hefur hann að sögn Karenar Valdimarsdóttur, leikskólastjóra, alltaf mætt þegar uppákomur eru með krökkunum í leikskólanum.
Fleiri myndir frá deginum má sjá í Ljósmyndasafni Víkurfrétta hér til hægri á síðunni.
VF-myndir/Þorgils
Sérstaklega gaman var að sjá gesti Þórunnar Friðriksdóttur samankomna á Gimli en þar voru á ferð Friðrik faðir hennar, Ragnar Halldórsson, afi, og Friðrik Valdimarsson, langafi hennar. Með þeim á myndinni er svo annað langafabarn Friðriks, Stefán Rúnar.
Fjölmargir afkomendur Friðriks hafa annars sótt Gimli og hefur hann að sögn Karenar Valdimarsdóttur, leikskólastjóra, alltaf mætt þegar uppákomur eru með krökkunum í leikskólanum.
Fleiri myndir frá deginum má sjá í Ljósmyndasafni Víkurfrétta hér til hægri á síðunni.
VF-myndir/Þorgils