Fimmtudagur 1. júní 2006 kl. 16:17
Myndasafn: Svipmyndir frá kosningunum
Svipmyndir frá kosningunum um helgina er nýjasta viðbótin í myndasafnið á vf.is. Ljósmyndarar og blaðamenn Víkurfrétta voru á ferðinni í byggðarlögum Suðurnesja á kosningadaginn og komu einnig við á kosningavökunum um nóttina. Var víða glatt á hjalla eins og sjá má af þessum myndum.