Myndasafn: Sumarhátíð á Gimli
Fyrr í vikunni var sumarhátíð á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ þar sem pabbar, mömmur, systkyni og fleiri komu í heimsókn. Þar var glæsileg dagskrá, m.a. komu hestar í heimsókn og fengu börnin að fræðast um allt sem þeim viðkom og líka að fara á hestbak. Þar voru líka leikstöðvar, andlitsmálning, sápukúlur og fleira í boði auk þess sem sett var upp sýning á listaverkum barnanna.
Þetta árið var breytt út af vananum og í stað þess að grilla pylsur var boðið upp á sannkallað hollustuhlaðborð.
Myndasafn frá deginum má sjá hér til hægri undir Ljósmyndir
VF-myndir/Þorgils - Þessi hnáta skemmti sér vel á Sumarhátíð og lét vætu ekki á sig fá, enda vel búin.