Myndasafn: Stemningin á ATP
Portishead áttu sviðið
Það var rífandi stemning á Ásbrú í gær þar sem ATP tónlistarhátíðin fer fram um helgina. Mikill fjöldi tónlistarunnenda var samankominn á gamla varnarsvæðinu, en flestir biðu líklega eftir hljómsveitinni Portishead sem tróð upp um miðnætti í gær. Tónleikar sveitarinnar þóttu einstaklega vel heppnaðir og höfðu tónleikagestir á orði að erfitt yrði að slá bresku hljómsveitinni við. Í kvöld heldur þó fjörið áfram en þá stígur hljómsveitin Interpol m.a. á stokk. Dagskrá laugardags má sjá hér.
Blaðamaður Víkurfrétta var í Atlantic studios í gær og myndaði fólk á förnum vegi. Afraksturinn má sjá á Ljósmyndavef Víkurfrétta.
Suðurnesjafólk: Leifur Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Brynjar Leifsson, Kamilla Ingibergsdóttir og Ingi Þór Ingibergsson.
Tvær hressar.
Útvarpsmenn á tali: Þorkell Máni á X-inu og Ólafur Páll Gunnarsson herra Rás 2 á tali við mann.