Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn og video frá Fegurðarsamkeppni Suðurnesja
Mánudagur 13. mars 2006 kl. 19:17

Myndasafn og video frá Fegurðarsamkeppni Suðurnesja

Myndasafn frá Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2006 er komið inn á vf.is og má nálgast neðar á síðunni, en einnig má þar sjá tengil á stutt myndskeið frá krýningu drottninganna. Athöfnin í ár þótti takast með afbrigðum vel en þetta var í 20. sinn sem hún er haldin. Af því tilefni heiðraði Elín Gestsdóttir, eigandi Ungfrú Ísland keppninnar, þær mæðgur, Lovísu A. Guðmundsdóttur og Guðrúnu Ágústu Jónsdóttur, sem hafa haft umsjón með keppninni öll árin.

Eins og þegar hefur komið fram sigraði Sif Arasóttir í keppninni, en hún var einnig valin Bláa Lóns-stúlkan og K-sport-stúlkan. Í öðru sæti var Gréta Guðbrandsdóttir og Bergþóra Hallbjörnsdóttir var í því þriðja. Þær munu allar keppa í Fegurðarsamkeppni Íslands í lok maí.

Fleiri viðurkenningar voru veittar, en Margrét Rósa Haraldsdóttir var valin Dior-Stúlkan og einnig Vinsælasta stúlkan. Síðast en ekki síst var Dísa Edwards kjörin Ljósmyndafyrirsæta ársins.

Smellið hér til að sjá myndskeið frá krýningunni

Smellið hér til að sjá myndasafn frá keppninni

Ljósmyndari: Tobías Sveinbjörnsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024