Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn: Líf og fjör í miðbænum
Laugardagur 1. september 2007 kl. 18:15

Myndasafn: Líf og fjör í miðbænum

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ Reykjanesbæjar í dag þar sem Ljósanótt er nú haldin hátíðleg í áttunda sinn. Í mörg horn var að líta í miðbænum í dag og þar var yngri kynslóðunum gert sérlega hátt undir höfði. Spennandi leiktæki og vegleg skemmtidagskrá héldu krökkunum uppteknum. Krakkarnir létu ekki smávægilega rigningu og rok halda sér frá hátíðahöldunum heldur komu þau vel útbúin í miðbæinn.

Víkurfréttir komu við á hinum ýmsu stöðum í dag og hittu fyrir Kalla á þakinu, Dansifelagið í Havn og svo stóð tískuverslunin Kóda að skemmtilegri tískusýningu á Hafnargötu svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að sjá svipmyndir frá deginum í dag neðan úr miðbæ Reykjanesbæjar með því að fara í ljósmyndasafn vf.is hér hægra megin á síðunni eða með því að smella hér.

VF-mynd/ [email protected] - Kalli á þakinu vakti skínandi lukku hjá börnunum sem sungu hástöfum með öllum lögunum hans Kalla. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024