Myndasafn: Létu veðrið ekki á sig fá!
Mikið fjölmenni tók þátt í dagskrá Ljósanætur í dag þó veðrið hafi ekki verið sem best framan af.
Þátttaka í árgangagöngunni var framar vonum í morgun og hlauparar í Reykjanesmaraþoninu létu ofankomuna ekki á sig fá. Þá voru viðburðir og sýningar vel sóttar.
Ný myndasöfn frá deginum eru komin inn á Ljósamyndavef Víkurfrétta og enn fleiri væntanleg síðar í kvöld.
Dagskrá á stóra sviðinu hefst kl. 20.15 en þar koma fram nokkrir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar. Þá er glæsilegasta flugeldasýning ársins kl. 23.00 og verður enginn svikinn af því sjónarspili.
Smellið hér til að sjá Ljósmyndasöfnin