Myndasafn: Kvennahlaup í Reykjanesbæ
Alls hlupu 517 konur á öllum aldri í Kvennahlaupi ÍSÍ í Reykjanesbæ á laugardaginn var. Hlaupið var haldið í 25. sinn í ár en að venju var hlaupið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 konur þátt, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almenningsíþróttaviðburður á hverju ári.
Meðfylgjandi eru myndir frá hlaupinu en veglegt myndasafn má nálgast á ljósmyndavef Víkurfrétta.
Myndir/EJS.