Myndasafn: Hjóladagur á Akri
Það var mikið fjör og gaman á leikskólanum Akri í Njarðvík í dag. Þá var haldinn hjóladagur og allir krakkarnir komu með hjólin sín í skólann og fengu að þeysast á þeim á götunni fyrir framan skólann.
Hjólin voru af ýmsum stærðum og gerðum þar sem sumir voru á hlaupahjólum, þríhjólum og jafnvel leikfangabílum.
Fyllsta öryggis var gætt þar sem lögreglan lokaði götunni fyrir umferð á meðan fjörinu stóð og athugaði svo hvort ekki væru allir með hjólin í lagi og hjálmana góðu.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi dagur er haldinn á Akri, enda hóf skólinn ekki starfsemi sína fyrr en síðasta haust. Miðað við hvað krökkunum fannst gaman í dag er hins vegar hægt að ímynda sér að þetta verði árlegur viðburður héðan í frá.
Fleiri myndir má sjá í Ljósmyndavef VF með því að smella hér.
VF-myndir/Þorgils