Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn: Góð þátttaka í Reykjanesmaraþoni SpKef
Laugardagur 1. september 2007 kl. 13:45

Myndasafn: Góð þátttaka í Reykjanesmaraþoni SpKef

Reykjanesmaraþon Sparisjóðsins í Keflavík fór fram í dag og var ræst út í hálfmaraþon, 21 km, kl. 10:30 í morgun. Síðar var ræst út í 10 km hlaup og að lokum var ræst út í skemmtiskokkið sem er 3,5 km að lengd.

Góð þátttaka var í maraþoninu og létu hlauparar veðrið ekki á sig fá. Í tengslum við maraþonið er svo frítt í sund í Vatnaveröld gegn framvísun þátttökunúmers.

Dregið verður úr nöfnum þátttakenda um vegleg verðlaun þar sem í boði er m.a. utanlandsferð fyrir tvo með Icelandair.

Víkurfréttir litu við hjá Hótel Keflavík og Lífsstíl þar sem keppendur voru ræstir út og komu í mark og hægt er að skoða myndasafn frá maraþoninu á ljósmyndasíðu Víkurfrétta eða með því að smella hér.

Ljósmyndir frá Reykjanesmaraþoni SpKefJón Björn Ólafsson, [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024