Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Myndasafn frá Skötumessu
Föstudagur 22. júlí 2011 kl. 11:16

Myndasafn frá Skötumessu

Skötumessan var haldin í Garðinum í sjötta sinn á miðvikudagskvöld var. Herlegheitin voru haldin í sal Gerðaskóla og var ekki eitt einasta sæti laust í húsinu. Bornar voru fram kræsingar frá Axeli Jónssyni og var skatan vinsælust þrátt fyrir að saltfiskur, plokkfiskur og annað góðgæti væri á boðstólnum.

Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraftar komu fram þ.á.m Hreimur Örn Heimisson, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen sem að öðrum ólöstuðum stal senunni og myndaði sannkallaða þjóðhátíðarstemningu í salnum þar sem fólk læsti saman örmum og ruggaði sér og trallaði.

Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu sem Eyþór Sæmundsson tók fyrir Víkurfréttir.

Myndasafn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024