Myndasafn frá Skötumessu
Skötumessan var haldin í Garðinum í sjötta sinn á miðvikudagskvöld var. Herlegheitin voru haldin í sal Gerðaskóla og var ekki eitt einasta sæti laust í húsinu. Bornar voru fram kræsingar frá Axeli Jónssyni og var skatan vinsælust þrátt fyrir að saltfiskur, plokkfiskur og annað góðgæti væri á boðstólnum.
Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraftar komu fram þ.á.m Hreimur Örn Heimisson, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen sem að öðrum ólöstuðum stal senunni og myndaði sannkallaða þjóðhátíðarstemningu í salnum þar sem fólk læsti saman örmum og ruggaði sér og trallaði.
Hér að neðan má sjá myndir frá kvöldinu sem Eyþór Sæmundsson tók fyrir Víkurfréttir.
Myndasafn.