Myndasafn frá degi íslenskrar tungu á vf.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heiðraði íbúa Reykjanesbæjar með nærveru sinni á miðvikudag, á degi íslenskrar tungu. Ljósmyndarar Víkurfrétta fygldu ráðherra um allan bæ og er veglegt myndasafn komið inn á vf.is.
Hún gerði víðreist þar sem hún leit við á Bókamessu í Kirkjulundi og heimsótti þar næst FS þar sem var boðið upp á tónlist og önnur skemmtiatriði. Þá kom hún við í Akurskóla og lýsti yfir hrifningu sinni með glæsilegt húsnæði og spennandi starf sem þar er unnið.
Lokahátíð dagsins fór fram í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem viðurkenningar voru veittar, m.a. fékk Reykjanesbær viðurkenningu fyrir lestarátak sitt, eins og fram hefur komið í Víkurfréttum.
Myndasafnið má nálgast efst á síðunni